Skólaslit hjá skólum sveitarfélagsins

24.5.2022

Fyrstu skólastlitin verða í dag kl. 17:00 þegar Tónskóli Austur- Skaftafellssýslu slítur vetrarstarfinu.

Það er svo sannarlega vorlegt um að litast í sveitarfélaginu þessa dagana. Þó sólin láti stundum bíða eftir sér þá hefur verið hlýtt og mikil væta svo loftið ilmar af gróðurlykt.

Fyrstu skólastlitin verða í dag kl. 17:00 þegar Tónskóli Austur- Skaftafellssýslu slítur vetrarstarfinu. Mánudaginn 30. maí kl. 9:00 slítur Grunnskólinn í Hofgarði og fimmtudaginn 2. júní kl. 17:00 verður Hornafjarðar slitið. Ekki má svo gleyma því að á leikskólanum Sjónahóli verða elstu börnin formlega útskrifuð 14. júní þó þau dvelji flest í leikskólanum fram að sumarfríinu sínu.

Framundan er sumarið með börnunum okkar skoppandi út um grænar grundir og á næstu dögum koma auglýsingar frá þeim sem sinna frístundastarfi í sveitarfélaginu. Að vanda verður fjölbreytt sumarstarf í boði sem verður betur kynnt þegar nær dregur en allar upplýsingar sem við fáum verða setta hér inn.  

Sumarfrístund í Sveitarfélaginu Hornafirði