Spilliefni og lítil raftæki

17.3.2022

Spilliefni og lítil raftæki verða sótt í dreifbýli sveitarfélagsins dagana 22.-25. mars. Þjónustan er gjaldfrjáls og eru íbúar hvattir til að nýta sér hana.

Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir um að hafa samband við Ragnar hjá Íslenska Gámafélaginu á Höfn í síma 840-5739 eða með því að senda tölvupóst á afgreidsla.hofn@gmail.is í síðasta lagi mánudaginn 21. mars.

Spilliefni eru t.d. rafgeymar, málning, gashylki, slökkvitæki, koppafeiti og sparsl.

Lítil raftæki eru t.d. símar, jólaseríur, tölvur, framlengingarsnúrur og lyklaborð.

Verkefnastjóri umhverfismála