Þetta hefur áhrif - einnig í streymi 26. sept kl. 13:00
Hægt að fylgjast með í streymi í Hrollaugsstöðum og Hofgarði
Erindi Ásgerðar Þetta hefur áhrif kl. 13:00 í Ekrunni í dag verður einnig í steymi bæði í Hrollaugsstöðum og Hofgarð. Aðrir íbúar sem óska eftir að fylgjast með erindinu í streymi en komast ekki í Hrollaugsstaði eða Hofgarð geta sent póst á Þórgunni Torfadóttur thorgunnur@hornafjordur.is. Hún bætir þeim þá inn í fundarboðið og viðkomandi getur fylgst með á teams hvar sem hann er staddur.
Þetta er tilraunaverkefni og vonandi taka einhverjir þátt. Í framhaldinu verður svo metið hvort þetta er góð leið til að gera fræðslu sem sveitarfélagið býður upp á aðgengilega fyrir öllum íbúum.