Álagning fasteignagjalda 2020

29.1.2020

Álagningu fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir árið 2020 er nú lokið. 

Álagning byggir á fasteignamati húsa og lóða í sveitarfélaginu og tekur meðal annars mið af stærð þeirra, notkun og lóðarhlutastærð.

Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á Íbúagátt sveitarfélagsins ibuagatt.hornafjordur.is og á vefsíðunni www.island.is. Álagningarseðlar hafa verið sendir til fasteignaeigenda sem eru 70 ára og eldri og til fyrirtækja. Kröfur vegna fasteignagjalda birtast sem fyrr í heimabanka greiðanda. Ekki er veittur staðgreiðsluafsláttur af fasteignagjöldum. Gjalddagar eru átta, sá fyrsti 1. febrúar. Greiðsluseðlar verða eingöngu sendir til þeirra sem hafa óskað sérstaklega eftir því. Þeir sem óska eftir að fá álagningar- eða greiðsluseðla senda á pappírsformi eru beðnir að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 470 8000 eða á afgreidsla@hornafjordur.is.

Við álagningu er reiknaður afsláttur á fasteignaskatt hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um þennan afslátt. Miðað er við allar skattskyldar tekjur samkvæmt skattframtali og sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks. Tekjumörk árið 2020 eru sem hér segir:

Einstaklingar:

Fullur afsláttur ef tekjur eru allt að kr. 4.221.192

Enginn afsláttur ef tekjur eru yfir kr. 5.174.257

Hjón og samskattað sambýlisfólk:

Fullur afsláttur ef tekjur eru allt að kr. 5.870.093

Enginn afsláttur ef tekjur eru yfir kr. 6.842.949

Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

Á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is má sjá álagningarreglur 2020 ásamt reglum um afslátt fasteignaskatts . Skrifstofa sveitarfélagsins veitir jafnframt allar frekari upplýsingar.

Fjármálastjóri,

Ólöf I. Björnsdóttir