Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir grenndarkynningar

14.7.2021

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 13. júlí að auglýsa fjórar grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þar sem enginn útgáfustarfsemi á sér stað í júlí er auglýsing um grenndarkynningu sett á heimasíðu og fésbókarsíðu sveitarfélagsins. Eftirfarandi grenndarkynningar eru í kynningu til 11. ágúst.

  • Heimild til að byggja sólskála að Sandbakka 22.
  • Heimild til að byggja sólskála að Sandbakka 9.
  • Heimild til að byggja nýtt hús á Álaleiru 5. 
  • Heimld til að byggja við íbúðarhús að Garðsbrún 2 um er að ræða um 15m² stofu á neðri hæð.  Einnig er sótt um leyfi til að skipta um glugga og hurðir, og að endurklæða húsið, fjarlægja núverandi plastklæðningu og klæða með litaðri báruklæðningu og lerki viðarklæðningu á afmörkuðum svæðum.

 

Teikningar má nálgast á www.hornafjordur.is undir stjórnsýsla, skipulag/skipulag í kynningu

Íbúum gefst kostur á að gera athugasemdir við byggingaráformin og breytingar á  til 11. ágúst 2021 kl. 13:00.

Athugasemdir skulu berast til Brynju Daggar Ingólfsdóttur umhverfis- og skipulagsstjóra eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is eigi síðar en kl. 13:00 11. ágúst 2021.