Blessaður snjórinn!

2.12.2021

Snjórinn felur í sér mikla gleði fyrir ungu kynslóðina og hafa þau nýtt tækifærið alla vikuna til útiveru með sleðana sína. Vaninn er að drífa sig út og renna áður en snjórinn annað hvort fýkur í burt eða honum rignir burt.

Það er staðan í dag að í nótt og morgun snjóaði duglega en svo tók rigningin við þegar líða fór á daginn. Færið verður þá leiðinlegt með tilheyrandi slabbi og bleytu. Starfmenn áhaldahúss hafa unnið hörðum höndum að því alla vikuna að hreinsa götur og gönguleiðir ásamt verktökum. Unnið er samkvæmt forgangsröðun þar sem skólar og heilbrigðisstofnanir eru á forgangi, á kortasjá sveitarfélagsins má sjá hvernig skipulagi á snjómokstri er háttað. 

Spáð er kólnandi veðri og því má gera ráð fyrir að það myndist hálka og klaki víða. Við biðjum íbúa að vera á varðbergi gangvart hálkumyndun og setja brodda undir skó til að koma í veg fyrir slys.