• PR2

Dagskrá Íþróttaviku Evrópu

22.9.2023

Dagskrá íþróttaviku Evrópu. Vikan er haldin dagana 25. - 28. september hér á Hornafirði.

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 25. - 28. september hér á Hornafirði. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Nú er komin glæsileg dagskrá og hvetjum við alla íbúa að kynna sér það fjölbreytta framboð af íþróttum og hreyfingu sem er í boði og mæta í prufutíma í vikunni. 

PR2

Einnig mun Pálmar Ragnarsson sálfræðingur halda opin fyrirlestur fyrir alla í Nýheimum mánudaginn 25. september kl.20:00 og verður umræðuefnið jákvæð samskipti. Hann mun einnig halda fyrirlestur fyrir nemendur grunnskóla og framhaldsskóla og íþróttaþjálfara, þriðjudaginn 26. september.
Frítt er í Sundlaug Hafnar á meðan vikunni stendur

The schedule for European Week of Sport is available in English HERE.

Islenska-Ithrottavika-Evropu