Farsæld og fjölbreytileiki í Hornafirði
Farsæld og fjölbreytileiki eru nátengd hugtök – við viljum farsæld fyrir öll börn en einnig viljum við að börn séu fjölbreyttur hópur sem öll fáið notið jafnra tækifæra sama hvað bakland þau eiga.
Farsæld og fjölbreytileiki eru nátengd hugtök – við viljum farsæld fyrir öll börn en einnig viljum við að börn séu fjölbreyttur hópur sem öll fáið notið jafnra tækifæra sama hvað bakland þau eiga.
Í fjölbreytileikaviku var að þessu sinni lögð sérstök áhersla á börn og lauk fjölbreytileikaviku með heimsókn frá starfsmönnum BOFS (Barna og fjölskyldustofu) til Hornafjarðar 9. apríl þar sem þeir funduðu með starfsmönnum sem eru í framlínu innleiðingar farsældarlaganna. Einnig buðu þeir upp á fræðslu fyrir alla starfsmenn sveitarfélagsins, pólitíkina og ýmsa fleiri aðila síðdegis.
Síðustu þrjú ár hefur verið unnið að innleiðingufarsældarlaganna í sveitarfélaginu líkt og annars staðar á landinu. Í farsældarlögunum felst að öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda. Það getur verið flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni. Lögin eiga að tryggja að börn og foreldrar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Innleiðingin í sveitarfélaginu hefur gengið ágætlega þó enn sé af nægu að taka enda erfitt að segja til um hvenær farsæld sé náð.
Fjölbreytileikavikan hófst 4. apríl þegar sveitarfélagið fékk viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag. Það var afskaplega ánægjulegur dagur en þess má geta að í nýjum drögum til þingsályktunar um farsæld barna til ársins 2035 er lögð rík áhersla á barnvæna nálgun
OKKAR HEIMUR var svo hjá okkur á mánudag og þriðjudag en það eru samtök sem styðja við börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóm. OKKAR HEIMUR var með afar áhugaverða fræðslu fyrir almenning, starfsmenn og nemendur í 7. – 10. bekk