Framkvæmdir við byggingu nýs leikskóla

7.6.2017

Framkvæmdir við jarðvegsvinnu til undirbúnings nýrri leikskólabyggingu við Kirkjubraut 47 hófust þann 9. maí. Í gær þriðjudaginn 6. júní s.l. sló Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri fyrstu klemmuna á mót fyrir uppslátt sökkla og þar með telst bygging leikskólans hafin.

Bingi-ad-negla-naglann

Leikskólabörn og starfsfólk, ásamt formanni fræðslunefndar og nokkrum öðrum voru viðstödd athöfnina. Í máli bæjarstjóra kom m.a. fram að með þessu væri stigið stórt skref  til umbóta í aðstöðu fyrir starfsfólk og börn á leikskólaaldri.

Leikskólinn sem þarna mun rísa verður um 980  fermetrar að stærð, þar sem gert er ráð fyrir sex deildum og rúými fyrir um 140 börnum. Með þessum nýja leikskóla mun öll aðstaða til leikskólastarfs verða eins og best verður á kosið og uppfylla nútímakröfur sem gerðar eru til húsnæði leikskóla. 

Hönnunin var unnin af arkitektastofunni Arkþing og verkfræðistofunni Mannvit. Unnið var að hönnuninni í samráði  fulltrúa bæjarstjórnar og stjórnendur og starfsfólk leikskólanna einnig var kallað eftir hugmyndum foreldra.  Aðalverktakinn er Karlsbrekka ehf. og eru verklok áætluð í júní 2018.