Fyrsti rafbíll sveitarfélagsins

13.7.2017

Sveitarfélagið hefur fest kaup á rafbíl að gerðinni Nissan Leaf fyrir  heimaþjónustudeildina þar verður bíllinn nýttur til daglegra starfa deildarinnar og  kemur í stað eldri bifreiðar sem deildin hafði til umráða.

Bíllinn er eingöngu knúin með rafmagni og olíuskipti og stillingar munu einnig tilheyra fortíðinni. Ástæðan er sú að Nissan LEAF er hvorki með sprengivél né hefðbundna skiptingu og því eru færri hreyfanlegir hlutir. Það þýðir að þú nýtur einnig mjög lágs viðhaldskostnaðar.

Sveitarfélagið mun áfram leitast við að endurnýja bílaflotann með rafbílum ef kostur er þar sem stefna sveitarfélagsins í loftlagsmálum er að draga sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum eða um 3% á ári. Endurnýjun bifreiða sveitarfélagsins er einn stærsti liður í þeirri aðgerð, því sveitarfélagið skráir kolefnisbókhald um allan akstur ökutækja sveitarfélagsins og aðrar vélar sem sveitarfélagið notar. 

Einnig hafa starfsmenn fengið kennslu í vistakstri þar sem þeir lærðu að aka bifreiðum þannig að þær eyði minna eldsneyti.