Hunda og kattaeigendur á Hornafirði - Ormahreinsun!

18.12.2019

Janine Arens dýralæknir verður með ormahreinsun fyrir hunda og ketti föstudaginn 20. desember n.k., frá kl. 13:00-14:00 í Áhaldahúsi sveitarfélagsins að Álaleiru 2.

Hunda og kattaeigendur eru hvattir til þess að nýta sér þessa tíma sem í boði eru, ef annar tími hentar betur er hægt að hringja í 690 6159 eða senda henni tölvupóst á janine@javet.is

Hunda og kattaeigendum er bent á að það er brot á samþykktum um hunda og kattahald ef ormahreinsun er ekki sinnt og kostar jafnvel leyfissviptingu. Því er hunda- og kattaeigendum bent á að nýta umrædda tíma til þessa að koma dýrum sínum í árlega ormahreinsun.