Innheimtumál sveitarfélagsins

13.8.2020

Breyttar áherslur í innheimtumálum hjá Sveitarfélaginu Hornafirði

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 7. apríl síðastliðinn að taka upp samstarf við Motus um innheimtu gjalda sveitarfélagsins sem ekki greiðast á réttum tíma. Markmiðið með samstarfinu er að tryggja jafnræði meðal íbúa, halda kostnaði vegna innheimtu vanskilakrafna í lágmarki og tryggja hagkvæmni í rekstri. Framvegis mun því bætast á vanskilakröfur ítrekunargjald í samræmi við upphæð kröfunnar.

Sveitarfélagið Hornafjörður skorar á þá sem eiga ógreidd gjöld að ganga frá þeim fyrir 1. september næstkomandi en að þeim tíma liðnum mun Motus annast innheimtu kröfunnar. Hægt er að greiða kröfur í heimabanka eða hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins og semja um ógreidd gjöld. Netfang sveitarfélagsins er afgreidsla@hornafjordur.is eða símanúmerið 470 8000.