Kjörskrá vegna alþingiskosninga 2016

18.10.2016

Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 29. október hefur verið lögð fram. Kjörskráin er til sýnis í Ráðhúsi Hornafjarðar Hafnarbraut 27. Höfn til og með föstudagsins 28. október á almennum skrifstofutíma.

Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá, þeir sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að hafa samband við afgreiðslu sveitarfélagsins 470 8000 eða afgreidsla@hornafjordur.is. Kjósendum er einnig bent á kosningavef Innanríkisráðuneytisins.  http://www.kosning.is

F.h. bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri