• Faggi-2

Leiksýning í Sindrbæ 11. nóvember

8.11.2021

Þér er boðið á leiksýningunaGóðan daginn, faggi. 

Fimmtudaginn 11. nóv. kl. 20:00 í Sindrabæ.

Sýningin er opin öllum meðan húsrúm leyfir og er í boði Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Berskjaldandi leiðangur um skömm og mennsku

Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur þar sem fertugur hommi leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Eftir vandasamann leiðangur um innra líf sitt og fortíð og samtíma rekst hann á rætinn hommahatara á óvæntum stað.

Sýningin er berskjaldandi leiðangur um skömm og mennsku og einlægt samtal við drauminn um að tilheyra. Hlátur, grátur og glæný söngleikjatónlist sem lætur enga ósnortna.

Sýningin hefur verið sýnd fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu síðan í sumar.

Faggi-2

Leikhópurinn Stertabenda í samstarfi við Þjóðleikhúsið:

Leikari og höfundur: Bjarni Snæbjörnsson. 

Tónskáld og meðleikari: Axel Ingi Árnason

Leikstjóri og höfundur: Gréta Kristín Ómarsdóttir. 

Sviðshreyfingar: Cameron Corbett

Stílisti: Eva Berger. 

Framkvæmdastjóri og aðstoðarmaður leikstjóra: Hjalti Vigfússon