Ljósleiðari í Nesjum

27.10.2020

Nú styttist í að ljósleiðari í Nesjum sé tilbúinn til notkunar. Enn eiga nokkrir eigendur húsa eftir að óska eftir tengingu.

Tengigjaldið er 280.000 kr. án vsk. húseigendur geta valið sér þjónustuveitanda. Áhugsamir sem nú þegar hafa ekki skráð sig fyrir tengingu er bent á að sækja um á íbúagátt sveitarfélagsins undir umsóknir/ framkvæmdir og skipulag  fyrir 8. nóvember næstkomandi.

Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri.