Menningarverðlaun 2025
Óskað er eftir tilnefningum að verðlaunahafa Menningarverðlauna sem afhent verða í mars 2026.
Atvinnu- og menningarmálanefnd óskar eftir tilnefningum fyrir Menningarverðlaun, sem veitt verða einstaklingi, stofnun eða samtökum fyrir framlag sitt á sviði lista og menningar á árinu 2025 eða fyrir æviframlag á því sviði.
Verðlaunin eru í senn viðurkenning og hvati til áframhaldandi eflingar lista og menningar í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Opnað hefur verið fyrir innsendar tilnefningar í íbúagátt sveitarfélagsins undir „umsóknir“ og „annað“. Tekið er á móti tilnefningum með rökstuðningi úr miðvikudaginn 18. febrúar 2026.
Kristín Vala Þrastardóttir
Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar

