Minigolfvöllur vígður

13.7.2020

 Félag eldri Hornfirðinga vígði nýjan minigolfvöll á Höfn föstudaginn 10. júlí. 

Völlurinn er hinn glæsilegasti og óskar Sveitarfélagið Hornafjörður félaginu til hamingju með framtakið og frábært samstarf. Brautirnar eru smíðaðar af félagsmönnum og lagði Skinney Þinganes til aðstöðu til verksins. Sveitarfélagið lagði til styrk til efniskaupa og undirbyggði svæði fyrir brautirnar í nálægð við Ekruna, fyrir neðan þyrlupallinn hjá Heilsugæslunni. Þegar hefur verið komið fyrir þremur brautum en fyrirhugað er að þær verði fimm þegar fram líða stundir.

Völlurinn er opinn öllum og tilvalið að grípa með sér kúlu og kylfu og prófa í góða veðrinu.