Möguleg seinkun á birtingu álagningarseðla vegna fasteignagjalda

31.1.2024

Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsvæði www.island.is og er fyrsti gjalddagi þann 1. febrúar. Mögulegt er að álagningarseðlar og kröfur birtist seinna en 1. febrúar.

Þeir sem óska eftir að fá álagningar- eða greiðsluseðla senda á pappírsformi eru beðnir að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 470 8000 eða á afgreidsla@hornafjordur.is.

Á heimasíðu sveitarfélagsins má sjá álagningarreglur 2024 og reglur um afslátt fasteignaskatts

Fjármálasvið sveitarfélagsins veitir jafnframt frekari upplýsingar.