Opið hús í nýrri starfstöð velferðarsviðs

5.11.2021

Opið hús veður í nýrri og sameinaðri starfstöð velferðarsviðs að Víkurbraut 24 miðvikudaginn 10. nóvember frá kl. 16:00-18:00.

Allir eru velkominir að kynna sér og skoða ný húsakynni velferðarsviðs sem rekur annars vegar fjölskyldu- og félagsþjónustu og hins vegar stuðnings- og virkniþjónustu.

Með tilkomu húsnæðisins að Víkurbraut 24 sameinast öll starfsemi velferðarsviðs á einn stað.  Áður voru starfsmenn með aðstöðu í ráðhúsi, Nýheimum, skrifstofuhúsnæði í Nettó, íbúð á Silfurbraut 2, í Selinu við Víkurbraut 24, í Ekrunni og nú einnig í Mjallhvít, Víkurbraut 26. 

Aðbúnaður starfsfólks og þjónustuþega batnar til muna með tilkomu húsnæðisins. Á velferðarsviði starfa í dag 26 starfsmenn auk 4 sérfræðinga þ.e. sálfræðingur, talmeinafræðingur, félagsráðgjafar og fjölskyldumeðferðarfræðingar sem vinna í verktöku og koma reglulega 2-4 x í mánuði og eru aðallega frá Reykjavík.

Efnt hefur verið til nafnasamkeppni meðal íbúa Sveitarfélagsins Hornafjörður um heiti á húsinu að Víkurbraut 24 höfuðstöðvum starfsemi velferðarsviðs sem verður framlengt enn um sinn fram yfir 10. nóvember með von um að fleiri taki þátt eftir að hafa komið og kynnt sér starfsemi sviðsins.

Erla Björg Sigurðardóttir 

sviðstjóri velferðarsviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar