Rafmagnslaust á Mýrum, Suðursveit og Öræfum á morgun

4.12.2017

Rafmagnslaust verður á Mýrum, Suðursveit og Öræfum  þriðjudaginn 5. desember frá kl 13:00 til kl 16:00 vegna viðgerða á þremur stöðum á háspennulínum.

Reynt verður að halda rafmagni á svæðinu frá Fagurhólsmýri að Skaftafelli með diesel vél. Notendur þar eru beðnir um að spara rafmagn á tímabilinu frá 12:40 -16:00.

 Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.