Rafrænt teikningasafn byggingarfulltrúa

20.3.2020

Kæru íbúar, opnað hefur verið fyrir aðgang að teikningasafni byggingarfulltrúa á kortasjá Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Kortasjáin er aðgengileg rafrænt á vefsíðu map.is/hofn

Allar teikningar sem borist hafa embætti byggingarfulltrúa fyrir árið 2018 eiga að vera komnar á kortasjána, en nýrri teikningar verða birtar eins fljótt og auðið er. Hafa þarf í huga að teikningar af nokkrum eldri byggingum eru ekki til í skjalasafni byggingarfulltrúa og þess vegna eru ekki komnar á kortasjána.

Teikningasafnið er birt í samræmi við 5. gr. upplýsingalaga 140/2012. Undanþegnar þessu eru teikningar af byggingum tengdum öryggi ríkisins og varnarmálum.

 

Byggingarfulltrúi