Reglur um garðslátt samþykktar

11.6.2021

Notendur félagslegrar heimaþjónustu, elli- og örorkulífeyrisþegar eiga rétt á garðslætti sem er niðurgreiddur fjórum sinnum yfir sumartímann.

Notendur félagslegrar heimaþjónustu og aðrir sem velferðarsvið metur til þess fá niðurgreiðslur á garðslætti yfir sumarið. Eiga þeir rétt á garðslætti í fjögur skipti yfir sumartímann samkvæmt reglum um félagslega heimaþjónustu.

Lítill garður: 2.500 kr. stór garður (yfir 1.000 m2 heildar stærð lóðar) 3.000 kr.

Eldri borgarar og öryrkjar í sveitarfélaginu eiga rétt á niðurgreiðslu á garðslætti í fjögur skipti yfir sumartímann.

Lítill garður: 5.000 kr. stór garður (yfir 1.000 m2 heildar stærð lóðar): 7.500 kr.

Verklagsreglur um garðslátt eru aðgengilegar hér.

Reglurnar gilda ekki yfir þá sem búa í fjölbýlishúsi, sameignir þurfa að sjá um garðslátt sjálfar.

Umsóknarferli gegn um afgreiðslu í Ráðhúsi afgreidsla@hornafjordur.is, sýna þarf skírteini um örorku eða ellilífeyri. Umsóknin er afgreidd í afgreiðslu sveitarfélagsins.