Sálfræðingur óskast

3.5.2019

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir sálfræðingi. Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf eftir samkomulagi. Starfið felur í sér þjónustu við leik- og grunnskóla, félags- og heilbrigðisþjónustu auk annarra tilfallandi verkefna. 

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Sálfræðilegar athuganir, greiningar, meðferð og ráðgjöf. 
  • Ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla. 
  • Þverfaglegt starf með skólum, barnavernd, félags- og heilbrigðisþjónustu o.fl.

Menntunar- og hæfniskröfur.

  • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur. 
  • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna. 
  • Reynsla af sálfræðilegri greiningu, meðferð og ráðgjöf. 
  • Færni í mannlegum samskiptum. 
  • Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og frumkvæði.

Laun eru skv. kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga.

Umsækjendur skili inn umsóknum til Ragnhildar Jónsdóttur fræðslustjóra á netfangið ragnhildur@hornafjordur.is sem einnig veitir upplýsingar um starfið í gegnum tölvupóst eða síma 470-8000. Með umsókn þarf að fylgja ferilsskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi.

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí n.k.