Starfsfólk í ráðhúsi lentu í þriðja sæti

5.6.2020

Starfsmenn ráðhúss lentu í 3. sæti í flokki fyrirtækja með 10-19 starfsmenn í verkefninu Hjólað í vinnuna.

Verkefnið fór fram dagana 6. - 26. maí, markmið verkefnisins var að stuða að virkum ferðamáta og hvetja fólk til að breyta ferðamáta sínum með því að huga að daglegri hreyfingu og eru hjólreiðar bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti.

Alls voru 507 vinnustaðir sem skráðu lið til leiks með 6659 liðsmenn með mismunandi ferðamáta, 87,2%voru á hjóli, 9,5% gangandi 1,5% hlaup og 1% með strætó.

Á næsta ári ætla starfsmenn ráðhúss að skora á önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu til að taka þátt og þá verður vonandi mikil samkeppni.