Tafir á sorphirðu vegna veðurs

13.2.2018

Hirðing á endurvinnslutunnum í dreifbýli sem fara átti fram mánudag og þriðjudag tefst vegna veðurs og færðar.

Reynt verður að hirða endurvinnslutunnuna síðar í vikunni ef veður leyfir. Þá mun hirðing á almennu og lífrænu tunnunum í þéttbýli fara fram þriðjudag og miðvikudag.

Athugið að eingöngu er tekið það sorp sem er í tunnunum, auka pokar eru ekki teknir, ef tunnan dugar ekki þá er hægt að fá auka tunnu gegn gjaldi.