Umferðaröryggi

7.7.2017

Sveitarfélagið vinnur um þessar mundir að umferðaröryggisáætlun sem gefa á út í lok ársins, á heimasíðu sveitarfélagsins undir  þátttaka er óskað eftir ábendingum íbúa í umferðaröryggi í þéttbýli.

Samgöngustofa hefur hvatt sveitarfélög til að vinna umferðaröryggisáætlanir, vinnan á auka vitund um umferðaröryggismál meðal forráðamanna sveitarfélaga og almennings. Í því felst að greina stöðuna, finna slysastaði, setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun.

Umhverfisnefnd ásamt starfsmanni sveitarfélagsins hafa haldið utan um gerð umferðaröryggisáætlunarinnar, greind er slysatíðni/slysastaðir, umferð og umferðarhraði. Einnig hefur verið leitað til ýmissa hópa í samfélaginu, lögreglu og vegagerð. 

Allir þeir sem hafa áhuga á að koma að umferðaröryggismálum eru hvattir til að segja skoðun sína og taka þátt, opið verður fyrir ábendingar á heimasíðunni til 1. september.