"Útivistarbærinn Höfn – Niðurstöður úr íbúakönnun“

5.2.2020

Hvernig er draumaútivistarsvæði Hornfirðinga?

Komdu og upplifðu í Nýheimum miðvikudaginn 12. febrúar kl. 17:00!

Sveitarfélagið Hornafjörður tók þátt í Norrænu verkefni um sjálfbæra bæi þar sem meðal annars voru þróaðar nýjar leiðir til að auka íbúalýðræði í skipulagsmálum.        Í verkefninu var unnið með vistvænar samgöngur og útivistarsvæði á Höfn, út frá forsendum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Niðurstöður úr íbúakönnuninni liggja fyrir og eru íbúar hvattir til að kynna sér afrakstur vinnunnar!

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hjá Urban Beat kynnir tillögu um útivistarsvæði á Höfn.

Gestum er boðið upp á að upplifa svæðið í gegnum sýndarveruleika!

Fyrir hönd Sveitarfélagsins Hornafjarðar,

Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri.