Varðskipið Þór verður til sýnis á laugardag

13.9.2023

Gert er ráð fyrir að varðskipið Þór leggist að bryggju við Hornafjarðarhöfn á Höfn á fimmtudagskvöld.

Þetta er í fyrsta sinn sem varðskip Landhelgisgæslunnar kemur til Hafnar. Af því tilefni langar áhöfninni á varðskipinu að bjóða íbúum Hornafjarðar að skoða varðskipið milli klukkan 13:00 og 15:00 nk. laugardag 16. september.

Páll Geirdal, skipherra, og áhöfn hans tekur vel á móti íbúum Hornafjarðar.