Viltu vinna á skemmtilegum vinnustað þar sem þú færð ótal knús á hverjum degi?

11.7.2022

Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar læra börn á skapandi hátt allt milli himins og jarðar. Á Sjónarhól er nú verið að auglýsa eftir áhugasömu og metnaðarfullu starfsfólki í fjölbreytt störf – viltu ekki nota tækifærið og sækja um og prófa eitthvað nýtt?

Að fá tækifæri til að vinna með börnum á þessum aldri er einstaklega gefandi og starfsfólkið lærir ótal nýja hluti á hverjum degi og skemmtir sér með börnunum og hinu starfsfólkinu. Um leið ertu að sinna mikilvægustu einstaklingunum okkar og leiðbeina þeim út í lífið. Það er sennilega merkilegasta hlutverkið sem nokkur einstaklingur getur sinnt. Það er mikilvægt að læra allt lífið og því ekki að gera það í besta félagsskapnum.

Leikskólinn Sjónarhóll auglýsir eftir starfsfólki í fjölbreytt störf s.s. leikskólakennurum, leikskólaleiðbeinendum og starfsfólki í eldhús. Kíktu á auglýsingarnar, athugaðu hvort þú hefur áhuga og láttu líka áhugasamt og gott fólk vita af þeim.