Afgreiðsla umsagna um vinnslutillögu aðalskipulags
Aðalskipulagstillaga á vinnslustigi var kynnt í Skipulagsgátt í byrjun júní 2025 og var umsagnarfrestur til 20. ágúst. Umhverfis- og skipulagsnefnd fór yfir þær umsagnir sem bárust og samþykkti á fundi sínum þann 1. október sl. viðbrögð við þeim.
Í minnisblaði sem fylgir fundargerð nefndarinnar er gerð grein fyrir öllum efnisatriðum umsagna og þeim svarað. Á fundinum voru jafnframt lögð fram skipulagsgögn sem höfðu verið uppfærð til samræmis við svörin og lagði nefndin til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan, með tilheyrandi forsendu- og umhverfismatsskýrslu, yrði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu nefndarinnar á fundi sínum þann 21. október sl. og hafa skipulagsgögn verið send til Skipulagsstofnunar sem hefur 4 vikur til að veita umsögn, áður en skipulagstillagan og forsendu- og umhverfismatsskýrsla hennar verður auglýst með tilskyldum 6 vikna athugasemdafresti í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Skipulagsgögnin og tilheyrandi fylgigögn hafa verið birt í Skipulagsgátt til upplýsingar á þessu stigi.
Ábendingar og umsagnir skilist í Skipulagsgátt eða til adalskipulag@hornafjordur.is
Linkur á frétt: www.hornafjorduradalskipulag.is

