Akstursíþróttafélagið í sókn

15.7.2025

Route 1 Iceland námskeið og Íslandsmót í motorcrossi

Route 1 Iceland motorcross námskeið stendur nú yfir á motorcrossbraut ASK (Akstursíþróttafélag Austur- Skaftafellssýslu) inn í Fjárhúsavík. Um 50 þátttakendur eru á námskeiðinu sem stendur í dag og á morgun. Að hluta er um heimamenn að ræða en flestir koma þó annarsstaðar frá og er mikið líf og fjör á svæðinu. Þetta er fjórað árið af Route 1 Iceland en á námskeiðinu er farin hringferð um landið og æft á sjö ólíkum brautum á átta dögum með þaulreyndum þjálfurum.

Um helgina verður svo þriðja umferð Íslandsmótsins í motorcrossi á svæði ASK og er það í fyrsta inn sem Íslandsmót í motorcrossi er haldið hér á Höfn.

Íbúar og gestir eru hvattir til að líta við inn í Fjárhúsavík og fylgjast með æfingum og keppni. Mikil uppbygging er á svæðinu og hugur í aðstandendum motorcross íþróttarinnar í sveitarfélaginu. Það verður gaman að fylgjast með hverju þeir fá áorkað í framtíðinni og hefur sveitarfélagið lýst yfir vilja til að styðja við félagið. Á facebooksíðu sveitarfélagsins má sjá stórskemmtilegt drónamyndband af svæðinu.