Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna veðurs

13.2.2020

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi með rauðum veðurviðvörunum á Suðausturlandi.

Vegna rauðrar viðvörunar hefur Sveitarfélagið Hornafjörður ákveðið að loka öllum stofnunum sveitarfélagsins á morgun föstudag 14. febrúar til kl. 13:00 eða á meðan veðurofsinn gengur yfir.

Þessar lokanir eiga við um allt skólahald, frístunda – og íþróttastarf, sundlaug, félagsþjónustu og skrifstofu sveitarfélagsins. Unnið er að sérstökum ráðstöfunum fyrir þá sem þurfa á sérstakri þjónustu vegna sólahringsþjónustu, samráð verður haft við þau heimili.

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að huga að lausamunum sem geta fokið og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir foktjón. Áhaldahúsið mun sjá um snjómokstur þegar veðrinu slotar. Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum af veðri.

Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri