• Aminning-til-hundaeigenda_20250903

Áminning til hundaeigenda

Takið upp eftir hundinn ykkar!

9.9.2025

Það vill enginn stíga í hundaskít.

Sveitarfélagið vill minna alla hundaeigendur á að taka upp hundaskít eftir hundana sína á öllum almenningssvæðum – þar á meðal gangstéttum, gönguleiðum, görðum, leiksvæðum og opnum svæðum.

Það að skilja eftir hundaskít er ekki leyfilegt og brýtur það í bága við reglur sveitarfélagsins.

Vinsamlegast munið að:

  • Hafa alltaf með ykkur poka þegar þið gangið með hundinn
  • Hendið pokanum í næstu ruslatunnu
  • Vera góð fyrirmynd fyrir aðra í samfélaginu

Við skulum vinna saman að því að halda bænum hreinum, öruggum og notalegum fyrir alla – bæði tvífætlinga og ferfætlinga!

Takk fyrir samstarfið.