• Road-Safty-Plan

Aukið umferðaröryggi

6.10.2025

Hornafjörður vinnur nú að gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið. Markmið hennar er að móta aðgerðaráætlun sem stuðlar að auknu öryggi, fækkun slysa og betri lífsgæðum fyrir íbúa og aðra vegfarendur.

Mikilvægur þáttur í vinnunni er að kortleggja hættur í umferðinni. Sú kortlagning byggir ekki aðeins á staðsetningu slysa heldur einnig á upplifun íbúa af varasömum stöðum og mögulegum hindrunum í gatna- og stígakerfinu.

Til þess að tryggja að raddir íbúa heyrist hefur sveitarfélagið ákveðið að efna til stafræns íbúasamráðs, þar sem öllum gefst tækifæri til að koma á framfæri sínum ábendingum. Við leitum eftir upplýsingum frá ykkur um þá hættustaði sem þið upplifið í umferðinni, ásamt því að staðsetja þá á korti.

Ábendingagáttin verður opin til 1. nóvember nk. í gegnum eftirfarandi hlekk:

Ábendingagáttin

Láttu í þér heyra – þú þekkir þitt nærumhverfi best!