Bæjarstórn leggur ofuráherslu á byggingu nýs hjúkrunarheimilis

14.9.2017

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar fjallaði um málefni aldraðra á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, á fundi sínum í dag og lýsti yfir miklum áhyggjum af kyrrstöðu mála varðandi seinkun á byggingu nýs hjúkrunarheimilis.

Bókunin bæjarstjórnar var eftirfarandi;

„Bæjarstjórn Hornafjarðar lýsir þungum áhyggjum af kyrrstöðu mála vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis. Sveitarfélagið sendi inn í byrjun sumars umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra en svar hefur ekki borist. Bæjarstjórn lýsir enn og aftur yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og leggur ofuráherslu á að framkvæmdir við byggingu nýs hjúkrunarheimilis geti hafist á árinu 2018.“