Barnastarf

12.6.2017

Á morgun, þriðjudaginn 13. júní hefst barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar.

Nú er komið sumar í Hornafjörðinn og Menningarmiðstöðin ætlar að halda úti sínu barnastarfi eins og gert hefur verið síðustu ár. Eins og áður er farið af stað frá Nýheimum, nema annað sé auglýst sérstaklega, kl 13 á þriðjudögum og komið aftur til baka um kl. 16. Dagskráin verður sem hér segir í sumar:

13.6 Fuglaskoðun í Óslandinu

20.6 Mikley

27.6 Heimsókn á Brunnhól

4.7   Fjöruferð

11.7 Heimsókn í Vöruhúsið

18.7 Lúruveiðar

25.7 Heitir pottar í Hoffelli

1.8   Skoðunarferð um þjóðgarðinn

8.8   Veiðiferð

15.8 Óvissuferð

 Við viljum biðja ykkur um að hringja í síma 470-8050 og skrá ykkur, og minnum alla á að koma með nesti og klædd eftir veðri.

Hlökkum til að sjá sem flesta

-Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar