• 220523-Advert-MMH-Eystra-192x1351024_1

Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar 2023

24.5.2023

Nú líður að því að barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar fari af stað.

Nú líður að því að barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar fari af stað. Þar gefst krökkum á grunnskólaaldri, sem lokið hafa 1. bekk tækifæri á að kynnast nærumhverfi okkar á nýjan hátt. Í ár munum við ferðast um víðan völl og hlakkar okkur til að sjá sem flesta í barnastarfi sumarsins. Farið verður af stað kl.13:00 alla þriðjudaga nema annað sé tekið fram. Farið verður afstað frá Nýheimum. Við minnum ykkur á að koma klædd eftir veðri og með nesti. Frítt er í allar ferðir.

Ferðir í sumar:
6. júníFlatey
 13. júníFuglaskoðun
 20. júníListasmiðja
 27. júníMikley
 4. júlíLón 
 11. júlí Fjöruferð
 18. júlíBergárdalur 
 25. júlí Hoffell 
 8. ágústÓvissuferð 

Birt með fyrirvara um breytinga

Fylla þarf út leyfisblöð við fyrstu ferðbarns og fást þau á bókasafninu.
Skrá þarf í hverja ferð á mánudögum og fer skráning fram í síma 470 8050