Beint frá býli dagurinn á Háhóli 18. ágúst
Sunnudaginn 18. ágúst verður Beint frá býli dagurinn haldinn annað árið í röð, á sjö stöðum víðsvegar um landið. Að þessu sinni verður viðburðurinn á suðausturlandi haldin á Háhóli í Nesjum þar sem þau bjóða gestum og gangandi í heimsókn.
Settur verður upp matarmarkaður þar sem finna má bæði handverk og mat úr héraði. Þar verður einnig hægt að hoppa í hoppukastala og heimsækja húsdýrin á bænum ásamt því að Beint frá býli býður upp á köku í tilefni dagsins.
Nánar um viðburðinn má sjá hér.