• Mynd_bfb

Beint frá býli dagurinn haldinn á Miðskeri

21.8.2025

Hinn árlegi fjölskylduviðburður og matarmarkaður, Beint frá býli dagurinn, verður haldinn á Miðskeri sunnudaginn 24. ágúst frá
kl:13-16. 

Viðburðurinn er nú haldinn í annað sinn í Sveitarfélaginu Hornafirði en á síðasta ári var hann haldinn á Háhól. Markmið Beint frá býli dagsins er að efla tengsl milli neytenda og smáframleiðenda sem kynna vörur sínar og framleiðslu.

Þeir sem leggja leið sína að Miðskeri munu geta kynnt sér og verslað matvöru, bæði grænmeti og kjötvöru og einnig handverk úr héraði. Auk þess er þetta einstakt tækifæri til útivistar og samveru í sveitinni fyrir börn og fullorðna. Hægt verður að skoða sig um, fara í gönguferð um svæðið, heilsa uppá dýrin á bænum og kíkja í smíðahornið. Þá mun kvenfélagið Vaka selja ljúffengar veitingar.

Viðburðurinn var afar vel sóttur í fyrra og vonumst við til að sjá ykkur sem flest á Miðskeri á sunnudaginn. 

Facebook viðburður