Bekkjaganga á Höfn, laugardaginn 24. maí kl. 10:00
Laugardaginn 24. maí kl. 10:00 verður gengið saman til þess að vekja athygli á og stuðla að umræðum um heilabilun til þess að minnka fordóma í samfélaginu. Byrjað verður við Steinagarðinn við Sandbakka. Gangan tekur um það bil klukkustund og endar við fjólubláa bekkinn.
Öll velkomin og hvött til að mæta.