Borgþór ráðinn slökkviliðsstjóri

16.9.2019

Steinþór Hafsteinsson hefur látið af störfum sem slökkviliðsstjóri hann hefur starfað hjá Slökkviliði Hornafjarðar í 50 ár þar af sem Slökkviliðsstjóri í 40 ár.

Borgþór Freysteinsson var ráðinn slökkviliðsstjóri, hann hefur starfað hjá Slökkviliði Hornafjarðar frá árinu 1996 sem slökkviliðsmaður og varðstjóri. Borgþór hefur starfað hjá sveitarfélaginu sem eldvarnarfulltrúi frá árinu 2007. 

Borgþór er löggildur slökkviliðsmaður og sjúkraflutningamaður, hann hefur einnig lokið fjölda námskeiða fyrir slökkviliðsmenn og námskeiði fyrir stjórnendur í slökkviliðstjórastarfi.  

Slökkviliðstjóri fer með daglega stjórn Slökkviliðs Hornafjarðar. Stjórn slökkvistarfa við eldsvoða og stjórn á vettvangi við mengunaróhöpp á landi. Hann hefur umsjón og skipulag með fræðslu slökkviliðsmanna og þjálfun og önnur starfsmannamál.

Meðfylgjandi mynd er af Steindóri þegar hann afhenti Borgþóri lykla af húsakynnum Slökkviliðs Hornafjarðar.