Börn í bíl

24.9.2025

Slysavarnafélagið Landsbjörg og Samgöngustofa gerðu könnun á öryggi barna í bílum á þessu ári. Könnunin var gerð við 38 leikskóla í 22 þéttbýliskjörnum víða um land og var búnaður hjá 1.525 börnum kannaður. Ef teknar eru upplýsingar úr umferðarkönnunum Umferðarráðs og lögreglunnar frá árunum 1985 til 1995 og þeim bætt við niðurstöður kannana á öryggi barna í bílum við leikskóla má sjá þróunina frá árinu 1985 til dagsins í dag. Árið 1985 voru um 80% barna laus í bílum en í dag er sá fjöldi í dag um 1%. Höfn. Höfn var einn af þessum þéttbýliskjörnum en náði ekki alveg inn í hóp þeirra þéttbýlisstaða sem er til fyrirmyndar.