Breytingar á úrgangsmálum þann 1. ágúst

14.7.2022

Á fundi bæjarráðs þann 3. maí var starfsmönnum sveitarfélagsins falið að hefja undirbúning vegna breytinga á úrgangsmálum sem taka gildi þann 1. ágúst. 

Frá og með 1. ágúst munu nýir rekstraraðilar sinna sorphirðu sveitarfélagsins og rekstri urðunarstaðarins í Lóni. Funi ehf. mun taka við sorphirðunni fram að áramótum en sorphirðudagatalið mun að mestu haldast óbreytt. Þá mun Rósaberg ehf. áfram sjá um rekstur urðunarstaðarins til áramóta. 

Sveitarfélagið mun taka við rekstri sorpmóttökustöðvarinnar.

Breytingarnar ættu ekki að hafa teljandi áhrif á íbúa sveitarfélagsins. Verði slíkar breytingar gerðar, s.s. á hirðutíðni eða opnunartíma móttökustöðvarinnar, verða þær tilkynntar sérstaklega.

Íbúar og aðrir eru beðnir um að sýna skilning og þolinmæði á meðan nýir rekstraraðilar taka við. 

Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar á verkefnastjóra umhverfismála í gegnum netfangið stefan@hornafjordur.is eða í síma 470-8007.