Brúin yfir Hólmsá - Formleg onun
Nú hefur glæsileg, tæplega 80m, hengibrú yfir Hólmsá verið formlega opnuð í stað brúarinnar sem fór með ánni í miklum vatnavöxtum árið 2017.
Brúin tengir saman Skálafell og Haukafell og er leiðin nefnd Mýrarslóð sem er hluti af 250 km jöklaleið sem er í þróun og liggur frá Núpsstaðarskógi að Lónsöræfum. Aðrir hlutar jöklaleiðarinnar sem hafa þegar verið opnaðir eru m.a. leiðin milli Skaftafells og Svínafells í Öræfum og leiðin yfir Breiðamerkursand. Markmið Jöklaleiðarinnar er að mynda samfellt net vistvænna leiða þar sem náttúra, saga og samfélag fléttast saman í heildstæða upplifun stórbrotinnar náttúru þar sem jöklar spila lykilhlutverk. Árfarvegir eru síbreytilegir á Mýrarslóðinni og er því eitthvað um vað á leiðinni.
Sérstakar þakkir fá landeigendur á svæðinu fyrir gott samstarf, Guðrúnu
og Magnúsi í Hólmi og Sigurlaugu og Jóni á Brunnhól. Stuðningur ykkar og áhugi
á verkinu skiptir sköpum.
Sérstakar þakkir fá einnig þeir sem stóðu að framkvæmdum:
Svavar hjá Verkhof, sem sá um verkfræðihönnun,
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, sem sá um boranir fyrir undirstöðum brúarinnar,
Haukur hjá Jökulfell, sem stýrði jarðvegsframkvæmdum, og
Gunnar hjá Mikael, sem annaðist smíði brúarinnar.
Skinney Þinganes fyrir uppsetningu á öryggisneti.
Einnig fær fjöldi starfsmanna Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Vatnajökulsþjóðgarðs sem komu að undirbúningi og framkvæmd verksins sérstakar þakkir og ekki síst allir þeir fjölmörgu sem lögðu verkefninu lið á einn eða annan hátt.
Vonandi munu flestir nýti sér þessa gönguleið, njóta fegurðar landsins og sjá þetta sem tækifæri til að upplifa Mýrarnar á nýjan og friðsælan hátt.