Sportabler í stað Nora

10.6.2022

Um þessar mundir eru foreldrar í óða önn að skrá börn sín á leikjanámskeið og sumarnámskeið í hinum ýmsu íþróttagreinum. Í stað þess að gera það í gegnum Norakerfið þá þarf núna að skrá börnin í gegnum Sportabler. 

Um þessar mundir eru foreldrar í óða önn að skrá börn sín á leikjanámskeið og sumarnámskeið í hinum ýmsu íþróttagreinum. Í stað þess að gera það í gegnum Norakerfið þá þarf núna að skrá börnin í gegnum Sportabler. Sportabler er nýtt skráningarkerfi sem mörg íþróttafélög landsins og um leið bæjarfélög eru að taka upp því í gegnum Sportabler er hægt að nýta frístundastyrk sveitarfélagsins.

Til að skrá börnin eru tveir linkar sem fara þarf inn á. Ef það er íþróttanámskeið hjá Sindra þá er það www.sportabler.com/shop/umfsindri en ef það er gæsla, Tónskóli eða annað á vegum Sveitarfélagsins þá er það  www.sportabler.com/shop/hornafjordur 

Eflaust koma einhverjir hnökrar upp til að byrja með en við hjálpumst að við að komast í gegnum byrjunarerfiðleikana og með haustinu ætti þetta að vera komið. Verið óhrædd við að hafa samband annað hvort við frístundasvið sveitarfélagsins eða Sindra ef upp koma vandamál.