Covid pistill dagsins

17.4.2020

Faraldurinn er á niðurleið. Mikilvægt að fylgja áfram samkomubanni, virða fjöldatakmarkanir og öðrum tilmælum stjórnenda til að sporna við að það myndist hópsýkingar.

Tilfellum á Íslandi fer nú fækkandi en það greindust 12 ný smit í gær þar af 2 á Suðurlandi. Þetta er því ekki búið ennþá. Við verðum því halda þolinmæði áfram. Hér á Hornafirði er enginn í einangrun en 3 eru í sóttkví.

Eins og víðar á landinu og í heiminum er mikil hópamyndum hjá krökkum hér á Hornafirði á kvöldin. Það hafa vaknað spurningar um að foreldrar gangi um bæinn til að brjóta upp þessa hópa. Nú þegar vor er í lofti eru krakkar á leik meira áberandi og stundum í stærri hópum en æskilegt er. Verum á varðbergi og fylgjum þeim leiðbeiningum varðandi skiptingu hópa eftir aldri o.s.frv. Skólarnir halda áfram sama skipulagi og því er mikilvægt að foreldrar leggi upp með það við börn sín sömuleiðis.

Það er ennþá óvíst hversu mikið hlutirnir breytast 4. maí en skilaboðin eru alveg skýra að aflétting verður í skrefum. Það getur haft áhrif á hátíðarhöld o.fl. svo sem Humarhátíð. Þessi mál eru og verða áfram í skoðun.

Ég vil hvetja íbúa til að njóta útiveru í víðerni, fjarri fólki fjölskyldan saman. Fylgjum leiðbeiningum sem Almannavarnir ítreka daglega!

Góða helgi

Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri