Einstaklingsstuðningur, félagsleg liðveisla
Félagsþjónusta Hornafjarðar auglýsir eftir einstaklingum til að sinna einstaklingsstuðningi með börnum.
Markmið með einstaklingsstuðningi er að rjúfa félagslega einangrun, efla lífsleikni, samfélagsþátttöku, efla börn til aukinnar sjálfshjálpar og létta álagi af fjölskyldu og barninu sjálfu.
Ungt fólk á aldrinum 16-20 ára af öllum kynjum er sérstaklega hvatt til þess að sækja um.
Um er að ræða úrræði veitt á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og barnaverndarlaga.
Fyrir nánari upplýsingar má senda tölvupóst á velferd@hornafjordur.is eða hringja í síma 470-8000.