Endurskoðun afsláttar á fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega
Við upphafsálagningu fasteignagjalda í febrúar síðastliðnum var afsláttur á fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega reiknaður til bráðabirgða miðað við tekjuárið 2023. Nú þegar staðfest afrit af skattframtali vegna tekna ársins 2024 liggur fyrir hefur afslátturinn verið endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við allar skattskyldar tekjur samkvæmt skattframtali og sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks. Endurútreikningur getur leitt til inneignar eða skuldar og verða allar breytingar tilkynntar bréflega.
Á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is má sjá álagningarreglur 2025 ásamt reglum um afslátt fasteignaskatts. Skrifstofa sveitarfélagsins veitir jafnframt allar nánari upplýsingar í síma 470 8000.
Valdís Ósk Sigurðardóttir,
fjármálastjóri.