Endurvinnanlegu efnin undir jólatrénu

15.12.2016

Um jólin fellur til mikið af pappír og örðu rusli frá heimilum. Sveitarfélaginu hafa borist spurningar um hvort þessi efni eru endurvinnanleg. Matvæli eiga alls ekki að fara í grænu tunnuna.

Jólapappír á að meðhöndla eins og annan pappír og setja í grænu tunnuna.

Pakkaböndin eru núna endurvinnanleg þau eru flokkuð eins og plast.

Frauðplast sem er til varnar ýmsum raftækjum og brothættum varningi er einnig endurvinnanlegur og má fara í grænu tunnuna. Ef um mikið magn er að ræða þá er gott að skila því inn í gámaport eða flokkunarbarinn við Gáruna. 

Það er hægt að endurnýta jólapappír og nýta hann næstu jól.

Þá vilja starfsmenn Áhaldahúss biðja fólk um að setja ónýtu jólaseríurnar ekki í grænu tunnuna því það er því miður enn ekki hægt að endurvinna jólaseríur.