Erlend kvikmyndataka á Hornafirði

23.10.2019

Mikil umsvif í kring um tvö stór kvikmyndatökuverkefni næstu mánuði á Hornafirði. 

Þessa dagana er 250 manna tökulið að mynda tvö stór kvikmyndaverkefni á Skálafellsjökli og nágrenni fyrir hönd True north. 

Að verkefninu koma fjöldi af heimamönnum bæði ferðaþjónustuaðilar sem útvega tæki eins og jeppa, snjóbíla og vélsleða ásamt jöklaleiðsögumönnum. Einnig koma verktakar að verkefninu með snjóruðningstæki og krana.

Fólkið sem starfar að verkefnunum gistir á hótelum allt frá Hnappavöllum að Höfn og má segja að nóg sé að gera á flestum hótelum um þessar mundir.

Einnig eru fjöldi aukaleikara frá Hornafirði en prufur um hlutverk í kvikmynd George Clooney fóru fram í september á Höfn og komust færri að en vildu.

Kvikmyndatökuliðið verður að störfum á Hornafirði út nóvember.